Brúðkaup
Giftingahringir með sögu
Við erum ekki enn með fullmótaða giftingalínu – en hún er í vinnslu. Þangað til býður Lilja upp á að hanna einstaka brúðkaupshringi sem eru sérsniðnir að ykkar ástarsögu.
Hver hringur er handunninn með áferð, persónuleika og merkingu – hannaður til að skera sig úr. Ef þið eruð að leita að hreinum og einföldum hring, þá mælum við með að leitast annað. Hins vegar velja margir einfaldari hring fyrir brúðgumman og persónulegri hönnun fyrir kvk.
Við notum lab-grown gimsteina eins og moissanite og demanta, og vinnum með gull í 9K til 18K, en mælum með 14K gulli. Einnig er hægt að bræða gamalt gull og gefa því nýtt líf í brúðkaupshringnum ykkar.
Verð fer eftir magni gulls, karötum og hvaða steinar eru notaðir, ásamt hönnunni. Lilja tekur aðeins að sér verkefni sem hún hefur innblástur fyrir.
Lilja býður ekki uppá hefðbundna áletrun, þar sem Lilja notar vaxmótunaraðferðina er hægt að stimpla fingraförum inní hringinn. Eða áletra í vaxið. Annars er hægt að fara annað að láta áletra eftir að hringarnir hafa verið gerðir.
Hafið samband við okkur í gegnum tölvupóst info@lbj.is eða kíkið við í verslun okkar að Baldursgötu 36 í Reykjavík. Við hlökkum til að heyra frá ykkur.
Þar sem þetta er sérhönnun þarf að hafa í huga að vinnuferlið getur tekið 6 - 12 vikur.
Hér er dæmi um hringa sem Lilja hefur gert, þessir eru gerðir úr 9 karat gulli & Moissanite steinum: